Smalað á föstudaginn - réttir á laugardaginn
Réttardagurinn í Grindavík verður næsta laugardag en dregið verður í dilka í Þórkötlustaðarétt kl. 14:00. Smalað verður í afrétti Grindvíkinga næsta föstudag. Haustmarkaður verður starfræktur á svæðinu á laugardaginn þar sem fólk getur bæði skoðað og keypt ýmsa handunna vöru eins og prjónavöru, heklaðar vörur, skartgripi, sultur, áletruð kerti og margt fleira.
Það má því búast við mikilli stemmningu í réttunum á laugardaginn og Grindvíkingar og gestir hvattir til þess að mæta. Ýmislegt fleira skemmtilegt verður í boði á réttardeginum og verður greint frá því á næstu dögum.