Slökkviliðsmenn safna fyrir Heimsleikunum
Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli standa í ströngu þessa dagana en fyrirætluð er för þeirra á Heimsleika slökkviliðs- og lögreglumanna sem fram fer í New York í ágúst næstkomandi. Strákarnir eru staddir í Kringlunni um helgina þar sem þeir selja kort frá líkamsræktarstöðinni Hreyfingu sem er helsti styrktaraðili ferðarinnar.
Einnig er í vinnslu heimildamynd um undirbúning ferðarinnar og ferðina sjálfa en nánar verður fjallað um það verkefni innan skamms hér á Víkurfréttum. Þeir sem kíkja á strákana í Kringlunni á annari hæð geta fengið m.a að prófa slökkviliðsgallan hjá þeim félögum. Einnig er hægt að styrkja för strákana með því að kaupa ýmsa spennandi dekurpakka og fleira frá Hreyfingu á frábæru verði.
Myndir: Að ofan eru Hrafn Jónsson og Davíð Ásgeirsson. Einar Már Jóhannesson og Kristján Gränz aðstoða framtíðar slökkviliðsmann við að klæða sig í gallan á miðju myndinni.