Slökkviliðin gera átak í forvörnum og fræðslu á leikskólum
Slökkviliðin um allt land eru að hefja samstarf við leikskólana á starfssvæðum sínum um átak í eldvarnaeftirliti og fræðslu til að auka öryggi á leikskólunum og heimilum barnanna. Verkefnið er unnið í samvinnu við Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands sem leggur slökkviliðunum til fjölbreytt og vandað efni til fræðslu og eftirlits. Sérstakir aðstoðarmenn slökkviliðanna í verkefninu eru slökkviálfarnir Logi og Glóð sem eru jafnframt helsta auðkenni verkefnisins.
Átakið er stærsta einstaka forvarnaverkefni slökkviliðanna til þessa. Tilefni þess að ráðist var í þetta verkefni er meðal annars könnun sem sýndi að eldvörnum heimilanna er verulega áfátt og á það ekki síst við um heimili ungs fólks.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins reið á vaðið síðastliðið vor en nú nær átakið til nær allra slökkviliða í landinu, stórra sem smárra.
Markmið verkefnisins er þríþætt:
1. Að tryggja að eldvarnir í leikskólunum verði ávallt eins og best verður á kosið.
2. Að veita elstu börnunum fyrstu fræðslu um eldvarnir og kynna fyrir þeim störf slökkviliðsmanna og búnað.
3. Að minna foreldra og forráðamenn barnanna á mikilvægi þess að hafa eldvarnir heimilisins í lagi og veita þeim leiðbeiningar um hvernig ná má því marki.
Til að ná þessum markmiðum heimsækja slökkviliðin leikskólana tvisvar sinnum á hverju ári. Í fyrri heimsókn er gengið úr skugga um að eldvarnir leikskólans séu í lagi. Í þeirri síðari heimsækja slökkviliðsmenn elstu börnin á leikskólanum og fræða þau um störf sín og eldvarnir. Þá fá börnin sérstaka viðurkenningu og möppu með verkefnum og upplýsingum um eldvarnir. Börnin hafa möppuna með sér heim og skilar fræðslan sér þannig til heimilanna. Á milli heimsókna slökkviliðsins annast leikskólinn eigið eldvarnaeftirlit mánaðarlega með þátttöku barnanna. Leikskólinn skuldbindur sig einnig til að gera rýmingaráætlun og æfa rýmingu árlega, samkvæmt samkomulagi sem aðilar gera með sér í upphafi.
Tilkynning frá EBÍ
Átakið er stærsta einstaka forvarnaverkefni slökkviliðanna til þessa. Tilefni þess að ráðist var í þetta verkefni er meðal annars könnun sem sýndi að eldvörnum heimilanna er verulega áfátt og á það ekki síst við um heimili ungs fólks.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins reið á vaðið síðastliðið vor en nú nær átakið til nær allra slökkviliða í landinu, stórra sem smárra.
Markmið verkefnisins er þríþætt:
1. Að tryggja að eldvarnir í leikskólunum verði ávallt eins og best verður á kosið.
2. Að veita elstu börnunum fyrstu fræðslu um eldvarnir og kynna fyrir þeim störf slökkviliðsmanna og búnað.
3. Að minna foreldra og forráðamenn barnanna á mikilvægi þess að hafa eldvarnir heimilisins í lagi og veita þeim leiðbeiningar um hvernig ná má því marki.
Til að ná þessum markmiðum heimsækja slökkviliðin leikskólana tvisvar sinnum á hverju ári. Í fyrri heimsókn er gengið úr skugga um að eldvarnir leikskólans séu í lagi. Í þeirri síðari heimsækja slökkviliðsmenn elstu börnin á leikskólanum og fræða þau um störf sín og eldvarnir. Þá fá börnin sérstaka viðurkenningu og möppu með verkefnum og upplýsingum um eldvarnir. Börnin hafa möppuna með sér heim og skilar fræðslan sér þannig til heimilanna. Á milli heimsókna slökkviliðsins annast leikskólinn eigið eldvarnaeftirlit mánaðarlega með þátttöku barnanna. Leikskólinn skuldbindur sig einnig til að gera rýmingaráætlun og æfa rýmingu árlega, samkvæmt samkomulagi sem aðilar gera með sér í upphafi.
Tilkynning frá EBÍ