Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 7. maí 2002 kl. 12:57

Slökkviliðið æfði í Hæfingarmiðstöðinni

Brunavarnir Suðurnesja hafa að undanförnu verið að æfa viðbrögð við eldsvoða í ýmsum stofnunum í Reykjanesbæ. Með æfingunni er reynt að sjá hvernig brugðist er við þegar eldur kemur upp í raun og veru, en aðeins örfáir hafa fengið að vita af æfingunni og í fyrstu héldu allir í Hæfingarstöðinni við Hafnargötu að það væri kviknað í þegar mikill gervireykur barst inn í húsið, sem slökkviliðið hafði sett af sjálsdáðum.Allt gekk þó að óskum og voru allir snöggir að koma sér út á réttan hátt og þótti æfingin takast vel til. Eftir æfinguna héldu allir iðkendur í Hæfingarstöðinni til slökkvistöðvarinnar þar sem allir fengu að prófa slökkvi- og sjúkrabílanna og skoða hin ýmsu tól og tæki. Að lokum buðu Brunavarnir Suðurnesja síðan upp á kaffi og kleinuhringi og var ekki annað að sjá en allir höfðu gaman af þessum uppátækjum slökkviliðsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024