Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sló garðinn áður en hann fór til Spánar
Mánudagur 24. júlí 2023 kl. 06:29

Sló garðinn áður en hann fór til Spánar

Fótbolti skipar stóran sess hjá Guðlaugi Gunnólfssyni yfir sumartímann. Hann hefur þegar sótt tvö stór fótboltamót og skrapp í frí til Spánar til að ná sér niður eftir það. Guðlaugur svaraði nokkrum sumarspurningum Víkurfréttta.

Hvernig á að verja sumarfríinu? Sumarfríið er þannig að farið er á tvö fótboltamót; Orkumótið og N1-mótið, og svo tvær vikur á Spáni til að hvílast eftir það.

Hver er uppáhaldsstaðurinn á Íslandi og af hverju? Vestmannaeyjar, ég hef ættir að rekja þangað. Eitt það fallegasta svæði þegar gott veður er.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaða stað langar þig mest á sem þú hefur ekki komið á? Egyptalands.

Er einhver sérstakur matur í meira uppáhaldi á sumrin? Grillmatur og jökulkaldur með.

Hvað með drykki? Sama og ofan, jökulkaldur Peroni.

Hvað með garðinn, þarf að fara í hann? Með garðinn – já, þarf ekki alltaf að gera eitthvað við hann.

Veiði, golf eða göngur? Golf, alltaf golf.

Tónleikar í sumar? Nei, engir tónleikar á dagskrá þetta sumarið en maður veit aldrei með hið óvænta.

Áttu gæludýr? Ekkert gæludýr, nei.

Þarftu að slá blettinn eða mála húsið/íbúðina? Sló garðinn áður en ég fór til Spánar og jebb, komið tími á þessa málningu.

Hver er uppáhaldslyktin þín? Hugo Boss af því ég lykta svo vel.

Hvert myndir þú segja erlendum ferðamanni að fara/gera á Suðurnesjum? Gunnuhver, brú milli heimsálfa og Bláa lónið, alla þrjá. Ef ekki slepptu þessu þá.

Ertu búinn eða ætlarðu að kíkja á eldgosið við Litla-Hrút? Nei og nei, alls ekki. Fór að skoða eldgosið í fyrsta sinn og var vel saddur eftir það.