Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

SkyReports bar sigur úr býtum á Rokkstokk 2010
Mánudagur 22. febrúar 2010 kl. 16:21

SkyReports bar sigur úr býtum á Rokkstokk 2010

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hljómsveitakeppnin RokkStokk var endurvakin eftir ellefu ár í dvala og fór fram laugardaginn síðasta í Frumleikhúsinu. Hljómsveitirnar sem tóku þátt voru Askur Yggdrasils, Narfur, SkyReports, Reason to Believe, Ali og Aron G og Keanu. Samstarfsaðilar SamSuð að verkefninu eru Rás 2, Geimsteinn og Víkurfréttir auk þess sem Menningarráð Suðurnesja styrkti Rokkstokk 2010.


Fullt var út úr dyrum og ágætis stemning í salnum en kynnar kvöldsins voru þeir Sigfús Jóhann Árnason og Davíð Már Gunnarsson. Hljómsveit áheyrenda var valin með kosningu úr sal og var það Reason to Believe sem sigraði kosninguna. Hún er skipuð fjórum Suðurnesjamönnum, þeim Kristjóni Frey Guðmundssynni, Bjarka Má Viðarssyni, Skarphéðni Njálssyni og Valgarði Thomas.


Fyrsta og annað sæti voru valin af dómnefnd, og hreppti hljómsveitin Keanu annað sætið. Keanu er einnig skipuð Suðunesjamönnum og er nefnd eftir hinum hæfileikaríka leikara Keanu Reeves að sögn hljómsveitameðlima. Það eru þeir Albert Halldórsson, Árni Jóhannsson, Finnbjörn Benónýsson og Valur Ingólfsson.


Fyrsta sætið hreppti hljómsveitin SkyReports, en hún er skipuð þremur 22 ára Keflvíkingum. Í verðlaun hlutu þeir veglegan verðlaunagrip sem var gefinn af Plexigleri, upptökutíma frá Geimsteini auk gjafabréfa frá Tónastöðinni og Langbest. Hljómsveitin var stofnuð árið 2003, þá undir nafninu Ritz, en árið 2007 var því breytt í núverandi nafn. Meðlimir hljómsveitarninnar, þeir Davíð Þór Sveinsson söngvari og bassaleikari, Brynjar Freyr Níelsson gítarleikari og söngvari og Ívar Marteinn Kristjánsson trommuleikari eru nýkomnir saman aftur eftir árs hlé þar sem þeir einbeittu sér að námi og eigin tónlistarefni.


Þess má geta að keppnin var tekin upp af Rás 2 og verður hægt að heyra afraksturinn af því í Skúrnum sem verður sendur út á Rás 2 fimmtudaginn 25. febrúar kl. 22:00.
















VF-myndir/HBP