Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skútusiglingar við Grænland  í sagnastund á Garðskaga
Skútan Hildur við Grænlandsstrendur.
Fimmtudagur 17. október 2024 kl. 10:40

Skútusiglingar við Grænland í sagnastund á Garðskaga

Sagnastund á Garðskaga verður haldin laugardaginn 19. október 2024 kl. 15:00. Skútusigling við Grænland verður efni sagnastundar að þessu sinni.

Áki Ásgeirsson er kunnur tónlistarmaður frá Krókvelli í Garði. Hann siglir einnig skútum sem skipstjóri. Hann hefur kunnáttu og reynslu til að sigla skipi með vindorku einni. Hefur siglt skútum milli landa og með marga ferðamenn við austurströnd Grænlands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áki kemur á sagnastund og segir frá siglingu stórrar skútu við Grænland, sem áður var fiskibátur við Íslandsstrendur. Siglt var um Scoresbysund, sem er lengsti fjörður á jarðarkringlunni. Fjörðurinn er nokkurn veginn í norður frá Íslandi. Áki sýnir myndir á skjá frá ferðunum.

Einnig kann að koma fram umfjöllun um búnað seglskipa almennt. Sagt örlítið frá skonnortum, kútterum og opnu bátunum gömlu, sem gerðir voru út frá Suðurnesjum.

Allir velkomnir á Garðskaga, ekki aðgangsgjald, veitingahúsið opið.

Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga.