Skuggamyndaföndur í fyrsta bekk
- í Grunnskóla Grindavíkur.
Í fyrsta A í Grunnskóla Grindavíkur vann Katrín Ösp Magnúsdóttir kennaranemi skuggaleikhús með börnunum. Nemendur bjuggu til sínar verur og voru með skuggaleikrit sjálf. Að sögn þátttakenda var þetta skemmtilegt uppbrot og vakti mikinn áhuga hjá nemendum.
Skuggaleikhús er listræn tjáning á sögum og atburðum. Oft er myndvarpi notaður til að varpa ljósi á tjald fyrir framan hann og brúðurnar sem t.d. má gera úr pappír leika listir á bak við. Þetta form býður upp á mikla tjáningu og er mjög skemmtilegt form fyrir ung börn.
Myndir og efni frá vefsíðu Grindavíkurbæjar.