Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 6. september 2002 kl. 09:15

Skreytum bæinn og fánar að húni!

Í tilefni af Ljósnótt eru bæjarbúar og fyrirtæki Reykjanesbæjar hvött til að setja hvít ljós eða seríur í glugga, draga Íslenska fánann að húni, setja upp hvítar blöðrur og koma fyrir friðarkertum fyrir utan hjá sér frá 5. - 8. september.Að sögn Steinþórs Jónssonar formanns undirbúningsnefndarinnar vonast hann til að sem flestir taki þátt í að skreyta bæinn: "Ég vona að sem flestir dragi íslenska fánann að húni, setji hvít ljós í glugga og komi fyrir friðarkertum fyrir utan hjá sér. Við erum að vona að í framtíðinni verði skreytingar bæjarbúa stór hluti af Ljósanótt og ég er viss um að sú verði þróunin," segir Steinþór.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024