Skrautlegir búningar á Heiðarseli
 Það ríkti mikil spenna hjá krökkunum á leikskólanum Heiðarseli í morgun, en krakkarnir voru klæddir ýmsum búningum í öllum regnbogans litum í tilefni af öskudeginum. Gaf þar á að líta persónur úr teiknimyndasögum og ævintýrum, en vinsælasti búningurinn hjá strákunum er greinilega Spider-man og hjá stelpunum eru prinsessukjólarnir vinsælastir.
Það ríkti mikil spenna hjá krökkunum á leikskólanum Heiðarseli í morgun, en krakkarnir voru klæddir ýmsum búningum í öllum regnbogans litum í tilefni af öskudeginum. Gaf þar á að líta persónur úr teiknimyndasögum og ævintýrum, en vinsælasti búningurinn hjá strákunum er greinilega Spider-man og hjá stelpunum eru prinsessukjólarnir vinsælastir. Inn á milli mátti sjá sjálfum Harry Potter bregða fyrir, Bósi ljósár var á Heiðarseli í öllu sínu veldi og galdramenn og galdrakonur. Leikskólakennararnir taka að sjálfsögðu þátt í öskudeginum og voru sumar þeirra klæddar ansi skrautlega. Eins og sjá má af myndunum voru krakkarnir í sínu besta skapi, enda flestir í búningum uppáhaldshetjunnar sinnar.
 
				
	
				

 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				