Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Mánudagur 7. apríl 2003 kl. 18:51

Skráning á handverkssýningu í Reykjanesbæ

Skráning er hafin á List- og handverkssýninu í Reykjanesbæ sem haldin verður dagana 10. og 11. maí n.k. í Íþróttamiðstöðinni við Sunnubraut ef næg þátttaka fæst.Þetta er í annað sinn sem slík sýning er haldin en ætlunin er að fá alla þá sem vinna við listir og handverk á Reykjanesi, íbúa í Reykjanesbæ, einstaklinga og félagasamtök, Vogabúa, Grindvíkinga, Sandgerðinga, Garðbúa og einnig nágranna okkar á Keflavíkurflugvelli til að sameinast um eina stóra sölusýningu.

Sýnendur annars staðar af landinu eru velkomnir svo framarlega sem rými er nægt en heimamenn verða látnir ganga fyrir.

Framkvæmd sýningarinnar verður á svipaðan hátt og síðast og áhersla lögð á að gera hana á sem ódýrastan hátt til að greiða fyrir aðkomu sem flestra.

Þeir mörgu sem tóku þátt í síðustu sýningu hafa fengið þátttökublöð send heim. Nýir sýnendur hafi samband við menningarfulltrúa Reykjanesbæjar í síma 421 6700, netfang: [email protected] eða sæki upplýsingar og skráningarblöð hér á upplýsingavef Reykjanesbæjar. Þátttökugjald er kr. 2000 og greiðist það fyrir 16. apríl. Leiga á sýningaraðstöðu fer eftir stærð.

Skráningu lýkur 15. apríl n.k. segir á vef Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024