Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar mánudaginn 28. júlí 2025 kl. 18:50
Skötumessan nálgast tvítugsaldurinn
Skötumessan er menningar- og matarviðburður sem færri komast á en vilja en messan fer alltaf fram í kringum 20. júlí, sem er þorláksmessa að sumri. Bekkurinn var þétt setinn í Gerðaskóla í Garðinum þetta fallega kvöld á dögunum en það er Ásmundur Friðriksson sem byrjaði þessa skemmtilegu hefð fyrir hartnær tuttugu árum síðan og hann segist bara vera rétt að byrja.