Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Skötumessan 2021
Laugardagur 26. júní 2021 kl. 06:43

Skötumessan 2021

Öllum samkomuhindrunum ætti að vera lokið miðvikudaginn 21. júlí þegar Skötumessan í Garði verður enn á ný vettvangur gleði og stuðnings við samfélagið. Á næstu dögum mun endanleg dagskrá verða kynnt en nú þegar höfum við tryggt okkur allt hráefni í Skötumessuna og mikilvægt að allir bóki sig sem fyrst. Það er mikill áhugi og þörf hjá fólki að hittast og gera sér glaðan dag eftir allar þrengingar og samkomutakmarkanir liðins árs.

Vilt þú verða einn af þeim?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Árlega mæta rúmlega 450 manns á Skötumessuna og borða til blessunar eins og dómkirkjupresturinn orðaði það svo skemmtilega á Skötumessunni. Við leggjum öll saman í þetta verkefni og erum líka öll viðstödd þegar styrkjunum verður útdeilt. Styrkir kvöldsins fara til þeirra sem standa höllum fæti eftir kórónuveirufaraldurinn og við viljum leggja þeim okkar lið til að ná fyrri styrk. Þá greiðum við skólamáltíðar fyrir ungt fólk og aðstoðum á ýmsan hátt.

Ég spyr því þig lesandi góður. Vilt þú ekki verða einn af þeim sem leggja fötluðum og þeim sem eru hjálpar þurfi lið? Vinnufélagar og kaffifélagar víða á Suðurnesjum, nú er tækifæri til þess og við erum öll í sama liðinu og finnum hvað þetta kvöld getur skiptir miklu máli fyrir þá sem við styðjum – og um leið er kvöldið þar sem maður er manns gaman.

Verð aðgöngumiða er 5.000 kr. Það hjálpar til að greiða aðganginn inn á reikning Skötumessunnar fyrirfram eins og okkar fólk er vant en reiknisnúmerið er;

0142-05-70506, kt. 580711-0650.

Skötumessan er í þriðja skipti haldinn í sameiginlegu sveitarfélagi og því sérstakt tækifæri fyrir íbúa að gera Skötumessuna að sinni árlegu bæjarskemmtun, mæta vel og styðja við verkefni í heimabyggð í Suðurnesjabæ.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Gerðaskóla miðvikudaginn 22. júlí, mæta tímanlega og finna sér sæti og hlusta á harmonikkutóna frá Dóa og Baldvin fyrir kvöldverðinn. Munum að Skötumessan er áfengislaus skemmtun.

Skötumessan er áhugafélag um velferð fatlaðra.

Helstu stuðningsaðilar Skötumessunnar eru; Fiskmarkaður Suðurnesja, Icelandair Cargo, Suðurnesjabær, Algalíf o.fl.