Skotglaðir Garðmenn
Kiwanisklúbburinn Hof ser um sölu flugelda í Víðishúsi í Garði eins og í fyrra. Sala á flugeldum hefst á hádegi á föstudag, 28. desember og stendur fram til kl. 14 á gamlársdag.
Að sögn Bjarna Kristmundsson í Kiwanisklúbbnum Hofi bjóða þeir upp á mikið úrval skotelda af mörgum gerðum, bæði til að nota inni og úti svo og stórar tertur og kökur. Garðmenn eru þokkalega skotglaðir að sögn Bjarna og sumir skotglaðari en aðrir. Á áramótunum verður síðan flugeldasýning á vegum Gerðahrepps í tengslum við brennuna.
Að sögn Bjarna Kristmundsson í Kiwanisklúbbnum Hofi bjóða þeir upp á mikið úrval skotelda af mörgum gerðum, bæði til að nota inni og úti svo og stórar tertur og kökur. Garðmenn eru þokkalega skotglaðir að sögn Bjarna og sumir skotglaðari en aðrir. Á áramótunum verður síðan flugeldasýning á vegum Gerðahrepps í tengslum við brennuna.