Skoskir bjórsvelgir með ársmiða á heimaleiki Keflavíkur!
Það var mikið að gera á veitingastöðum Reykjanesbæjar alla helgina, enda bærinn fullur af Skotum sem voru hér vegna landsleiks Íslands og Skotlands, sem skoskir unnu með tveimur mörkum gegn engu. Skotarnir keyptu mikið af öli á knæpum bæjarins þannig að veitingamennirnir ættu að vera glaðir með helgina. Skoskir sveinar sem voru á Ránni gerðu góða ferð til Keflavíkur, því þeir tóku þátt í happdrætti knattspyrnudeildar Keflavíkur og hlutu vinning!Einn Skotinn fékk t.a.m. ársmiða á alla heimaleiki Keflavíkur næsta sumar. Keflvíkingar verða því að byggja alvöru Skotastúku!
Myndin: Kátir Skotar á barnum á Ránni. VF-mynd: HR
Myndin: Kátir Skotar á barnum á Ránni. VF-mynd: HR