Skólaslit
SKÓLASLIT er spennandi lestrarupplifun fyrir áhugasama og forvitna krakka og líka alla hina sem vilja vera með. Lestrarupplifunin er í boði Reykjanesbæjar og er hugafóstur kennsluráðgjafa á Reykjanesi og Ævars Þórs Benediktssonar rithöfundar. Á hverjum degi í október mun birtast einn kafli úr sögunni ásamt myndlýsingu Ara Hlyns Guðmundssonar Yates. Sagan er sögð með miðstig grunnskóla í huga en er í raun fyrir alla sem þora. Verkefninu var formlega ýtt úr vör sl. föstudag og þá var undirritaður samningur við þá Ævar og Ara á bókasafninu í Reykjanesbæ.