Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skólabörn skreyta Hafnargötuna
Þriðjudagur 2. desember 2008 kl. 11:58

Skólabörn skreyta Hafnargötuna



Sannkölluð jólastemmning var á Hafnargötunni í morgun þegar hópur gunnskólabarna í Reykjanesbæ var þar á ferð í þeim tilgangi að setja jólaskraut á grenitrén sem sett hafa verið upp á nokkrum stöðum við götuna. Er því orðið heldur jólalegt um að litast á Hafnargötunni.
Íbúar Suðurnesja eru nú í óða önn að skreyta híbýli sín fyrir jólin og virðist sem það hafi byrjað fyrr en áður á þessum árstíma. Enda veitir kannski ekki af að lýsa upp skammdegið í skugga kreppunnar margumtöluðu.

VFmyndir/elg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024