Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Skógarþröstur gerir sig heimakomin í hengiblómi
  • Skógarþröstur gerir sig heimakomin í hengiblómi
Sunnudagur 2. júlí 2017 kl. 06:00

Skógarþröstur gerir sig heimakomin í hengiblómi

Heimilisfólk í íbúðarhúsi einu á Týrsvöllum í Reykjanesbæ brá sér af bæ nýlega. Þegar komið var til baka tók það eftir því að skógarþröstur var búin að gera sig heimakomin í hengiblómi við innganginn inn á heimlið.

Þegar betur var að gáð var komið hreiður í hengiblómið, fyrst var eitt egg en að lokum urðu þau fimm. Eftir nokkra daga var búið að unga út eggjunum og fimm ungar litu dagsins ljós. Ungarnir hafa dafnað vel síðustu daga enda foreldrarnir duglegir við að tína orma og annað góðgæti og gefa þeim. Heimilisfólkið hefur haft gaman að þessari nýju fjölskyldu og fylgst með ungunum vaxa og dafna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024