Skjót viðbrögð við ábendingum Víkurfrétta
Bæjarstarfsmenn brugðust fljótt við umfjöllun Víkurfrétta á mánudag varðandi slæmt ástand á gangstéttarkanti við skrúðgarðinn í Njarðvík.
Þar voru tíunduð vandræði konu einnar sem fer ferða sinna á rafdrifnum hjólastól og átti í vandræðum með að komast upp af gangbraut vegna þess að steypukanturinn var brotinn og styrktarjárnið stóð bert út í loftið.
Nú hefur þessu hins vegar verið kippt í lag og er ekki við öðru að búast en að allir eigi eftir að komast leiðar sinnar í framtíðinni.
Þar voru tíunduð vandræði konu einnar sem fer ferða sinna á rafdrifnum hjólastól og átti í vandræðum með að komast upp af gangbraut vegna þess að steypukanturinn var brotinn og styrktarjárnið stóð bert út í loftið.
Nú hefur þessu hins vegar verið kippt í lag og er ekki við öðru að búast en að allir eigi eftir að komast leiðar sinnar í framtíðinni.