Skiptust á framboðsauglýsingum
Þeir Hannes Friðriksson frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og Einar Magnússon frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ voru á atkvæðaveiðum framan við verslun Nettó í Reykjanesbæ í gærdag. Þegar ljósmyndari Víkurfrétta var á staðnum voru þeir félagar að skiptast á framboðsauglýsingum. Einar getur farið og kosið Hannes, en Hannes má ekki kjósa Einar nema hann gangi aftur í Sjálfstæðisflokkinn, en Hannes kvaddi Sjálfstæðisflokkinn fyrir fáeinum misserum og gekk til til liðs við Samfylkinguna. Kjörstaðir flokkanna í Reykjanesbæ eru opnir til kl. 18 í dag.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson