Skin og skúrir á Sumarmóti Bylgjunnar í Reykjanesbæ
Fyrsta Sumarmót Bylgjunnar var í Reykjanesbæ í dag. Kalli Bjarna Idol stjarna var í aðalhlutverki á Sumarmótinu. Hann tók lagið og stjórnaði Krakka Idol keppninni. Bjarni töframaður og Pétur pókus voru með algjört tímamóta galdraatriði. Flott hópatriði var hjá Yasmin og Kristján Ársælsson fitmessmeistari hélt áfram með Krakkafitness sem sló í gegn í fyrra.
Ein vinsælasta hljómsveit landsins Skítamórall verður á flakki með Bylgjufólkinu í sumar og verður sveitin með dansleik í Stapa í kvöld.
Meðfylgjandi myndir eru frá Sumarmóti Bylgjunnar á Tjarnargötutorgi í Reykjanesbæ í dag, það sem skiptust á skin og skúrir í orðsins fyllstu merkingu.