Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skessudagar í Reykjanesbæ 13. til 14. nóvember
Fimmtudagur 4. nóvember 2010 kl. 13:31

Skessudagar í Reykjanesbæ 13. til 14. nóvember

Skessudagar verða haldnir í Reykjanesbæ í þriðja sinn helgina 13. – 14. nóvember en markmið hátíðarinnar er að skapa fjölskyldunni tækifæri til samvista og leikja.

Það er Skessan í hellinum sem býður til hátíðarinnar og af því tilefni kemur vinkona hennar Fjóla í heimsókn. Á sama tíma verður kveikt á jólaskreytingum í Reykjanesbæ og skessan setur upp jólatréð sitt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Boðið verður upp á skemmtilega barnadagskrá þar sem áhersla er lögð á skapandi verkefni í rólegu umhverfi í skammdeginu. Söfnin munu bjóða upp á skemmtilega dagskrá og eitthvað spennandi verður í Vatnaveröld svo eitthvað sé nefnt.


Fyrirtæki, verslanir og veitingahús eru hvött til þess að taka þátt.


Dagskrá verður nánar auglýst þegar nær dregur á skessan.is og facebook.