Skessudagar í Reykjanesbæ
Skessudagar verða haldnir í Reykjanesbæ um næstu helgi, 14. og 15. nóvember en marmiðið með hátíðinni er að safna saman tækifærum sem bjóðast fjölskyldunni allri til samvista og leikja.
Það er Skessan í hellinum sem býður til hátíðarinnar og því eru dagarnir kenndir við hana. Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá um allan bæ og áhersla er lögð á að skapa tækifæri til athafna í rólegu umhverfi í skammdeginu
Í Listasafni Reykjanesbæjar verður skemmtileg sýning á gömlum leikföngum ömmu og afa. Víkingaheimar verða með dagskrá fyrir börnin, lesið verður úr bók um Einar Áskel á bæjarbókasafninu, í Vatnaveröld verður hægt að fara í sjóræningjaleik, Háskólavellir efna til brenniboltamóts á Ásbrú, Keflavíkurkirkja býður upp á popp í sunnudagaskólanum og margt fleira verður í boði.
Hægt er að kynna sér dagskrá hátíðarinnar í þaula á nýjum vef, www.skessan.is
Sjá einnig grein á vef Reykjanesbæjar hér