Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Mannlíf

Skemmtu sér vel á „Súpunni hennar Grýlu“
Þriðjudagur 13. desember 2005 kl. 18:18

Skemmtu sér vel á „Súpunni hennar Grýlu“

Tæplega 600 börn úr Reykjanesbæ hafa notið skemmtilegrar dagskrár í Listasafni bæjarins í Duus húsum síðustu tvo daga.

Hallveig Thorlacius mætti í dag og sýndi börnum frá Myllubakkaskóla og Tjarnarseli sýninguna „Súpan hennar Grýlu“. Hún vakti mikla lukku, enda fengu krakkarnir að taka virkan þátt í sýningunni.

Barnadagskrá þessi er orðinn árlegur viðburður í Reykjanesbæ í desember og er hugsuð fyrir elstu árganga leikskólum og yngstu bekki grunnskólanna. Bókasafn Reykjanesbæjar, Byggðasafnið og Listasafnið stóðu saman að þessu verkefni.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25