Skemmtu sér vel á „Súpunni hennar Grýlu“
Tæplega 600 börn úr Reykjanesbæ hafa notið skemmtilegrar dagskrár í Listasafni bæjarins í Duus húsum síðustu tvo daga.
Hallveig Thorlacius mætti í dag og sýndi börnum frá Myllubakkaskóla og Tjarnarseli sýninguna „Súpan hennar Grýlu“. Hún vakti mikla lukku, enda fengu krakkarnir að taka virkan þátt í sýningunni.
Barnadagskrá þessi er orðinn árlegur viðburður í Reykjanesbæ í desember og er hugsuð fyrir elstu árganga leikskólum og yngstu bekki grunnskólanna. Bókasafn Reykjanesbæjar, Byggðasafnið og Listasafnið stóðu saman að þessu verkefni.
Hallveig Thorlacius mætti í dag og sýndi börnum frá Myllubakkaskóla og Tjarnarseli sýninguna „Súpan hennar Grýlu“. Hún vakti mikla lukku, enda fengu krakkarnir að taka virkan þátt í sýningunni.
Barnadagskrá þessi er orðinn árlegur viðburður í Reykjanesbæ í desember og er hugsuð fyrir elstu árganga leikskólum og yngstu bekki grunnskólanna. Bókasafn Reykjanesbæjar, Byggðasafnið og Listasafnið stóðu saman að þessu verkefni.