Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 2. apríl 2001 kl. 01:36

Skemmtilegur söngleikur í Frumleikhúsinu

Leikfélaga Holtaskóla frumsýndi söngleikinn Popplag í G-dúr sl. föstudagskvöld í Frumleikhúsinu við Vesturbraut. Mikil stemning var í húsinu þegar ljósmyndarar VF bar að garði enda er leikritið mjög fyndið og krakkarnir sýndu sínar bestu hliðar.
Sýning verða nk. fimmtudagskvöld kl. 18 og kl. 20. Miðasala fer fram í Frumleikhúsinu miðvikudag og fimmtudag frá kl. 18 til 20 og á föstudag frá kl. 16 til 18 en einnig er að hægt að panta miða í síma 421-2540. Miðaverð er 500 kr. og glæsileg leikskrá á 300 kr.
Gísli B. Gunnarsson samdi handritið en hann hefur verið mjög virkur hjá Frumleikhúsinu undanfarin ár. Hann leikstýrir einnig verkinu og aðstoðarleikstjóri og tónlistarstjóri er Guðrún Ingimundardóttir, en þau eru bæði kennarar í Holtaskóla.
Sagan fjallar um Einar sem er kvennabósinn í bænum. Hann fellur fyrir stelpu, Hörpu Sjöfn. Söngleikurinn er um byrjun sambandsins og ýmsar hindranir þegar gamlar kærustur fara að reyna að fá Einar aftur. Tónlistin er eftir Stuðmenn.
Aðalhlutverk leika upprennandi leikarar, Eyjólfur Gíslason og Jóna Marín Ólafsdóttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024