Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skemmtilegt þorrablót hjá Njarðvíkingum
Mánudagur 23. janúar 2012 kl. 10:54

Skemmtilegt þorrablót hjá Njarðvíkingum

Þorrinn var blótaður samkvæmt venju á laugardaginn var hjá Njarðvíkingum. Þorrablótið fór fram í íþróttahúsinu í Njarðvík að þessu sinni en vanalega hefur veislan farið fram í Stapa. Njarðvíkingar skemmtu sér konunglega enda fór veislustjórinn Örvar Kristjánsson á kostum eins og við var búist. Rúmlega 300 manns gæddu sér á kræsingum þeirra Réttar-manna og létu helstu gikkirnir það eftir sér að prófa súrmatinn, þó svo að mönnum hafi líkað hann misvel.

Hljómsveitin Eldar flutti nokkur lög sem hittu í mark hjá Njarðvíkingum en áður höfðu þeir Ólafur og Stefán Thordersen-bræður hitað mannskapinn upp með skemmtilegum annál þar sem árið í Njarðvíkunum var gert upp. Kokkarnir Magnús Þórisson og Haraldur Helgason brýndu raustina og stjórnuðu fjöldasöng sem vakti mikla lukku enda piltarnir afbragðs söngvarar.

Hobbitarnir sáu svo um að skemmta fólki fram eftir nóttu og var það mál manna að vel hefði tekist til og allir skemmt sér vel.

Myndsafn frá þorrablóti Njarðvíkinga má sjá með því að smella hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þessir eru orginal eins og Teitur orðaði það, en hér eru þeir félagarnir Leifur, Teitur og Hreiðar hressir.

Travis Holmes bragðaði á súrmatnum en líkaði hann ekkert sérstaklega vel. Elvari Friðrikssyni var þá skemmt.

Það er ávallt stutt í grínið hjá þessum Njarðvíkingum. Spéfuglarnir Jón Björn Ólafsson og Örvar Kristjánsson segjast stefna á það að skemmta saman í framtíðinni.