Stuðlaberg Pósthússtræti opið hús 23.8.
Stuðlaberg Pósthússtræti opið hús 23.8.

Mannlíf

Skemmtilegir tónleikar með Magga Kjartans og söngfólki
Þriðjudagur 15. maí 2012 kl. 16:47

Skemmtilegir tónleikar með Magga Kjartans og söngfólki

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Sönghópur Suðurnesja og Brokkkórinn þöndu raddirnar á skemmtilegum tónleikum í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, Kirkjulundi sl. laugardag. Stjórnandi og undirleikari kóranna er Keflvíkingurinn Magnús Kjartansson.

Kórarnir sungu í sitt hvoru lagi og saman mörg skemmtileg lög, erlend sem íslensk. Brokkkórinn var í heimsókn hjá Sönghópi Suðurnesja en hann er að mestu skipaður söngglöðu hestafólki. Magnús var að venju í stuði og þarna var hann svo sannarlega í túnfætinum heima því safnaðarheimilið er gegnt æskuheimili Magnúsar á Kirkjuteignum í Keflavík. Á milli laga sagði hann sögur af sjálfum sér og fleirum og útskýrði lögin. Þetta kann kappinn mjög vel þó svo hann hafi búið í Hafnarfirði síðustu þrjátíu árin.

Fjölmargir sóttu tónleikana sem tókust mjög vel og voru meðfylgjandi myndir teknar við það tækifæri. VF-myndir/pket

Söngfólkið þandi raddirnar og kórarnir sungu mörg skemmtileg lög. Fjölmargir lögðu leið sína í Kirkjulund.

-