Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skemmtilegir nýárstónleikar Gala í Ytri-Njarðvíkurkirkju
Yana Prikhodko (selló), Alexandra Chernyshova (sópran), Helgi Hannesson (píanó) og Rúnar Þór Guðmundsson (tenór).
Mánudagur 16. janúar 2023 kl. 10:32

Skemmtilegir nýárstónleikar Gala í Ytri-Njarðvíkurkirkju

Árlegir nýárstónleikar Gala voru haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju á fyrsta degi ársins. Fram komu Alexandra Chernyshova (sópran), Rúnar Þór Guðmundsson (tenór), Helgi Hannesson (píanó) og sellóleikarinn Yana Prikhodko var gestaspilari frá Úkraínu. Þá söng Stúlknakórinn Draumaraddir einnig á tónleikunum.

Þetta var í fimmta sinn sem Galatónleikarnir voru haldnir og voru þeir styrktir af menningaráði Reykjanesbæjar og Uppbyggingasjóði Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá brot frá tónleikunum.