Skemmtilegast að fara á æfingar og vera með vinum
Melkorka Einarsdóttir er grunnskólanemi vikunnar, hún æfir körfubolta og fótbolta með Grindavík og finnst leiðinlegast að læra lengi.
Grunnskólanemi: Melkorka Einarsdóttir.
Í hvaða skóla ertu? Grunnskóla Grindavíkur.
Hvar býrðu? Grindavík.
Hver eru áhugamálin þín? Fótbolti og körfubolti.
Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul? 9. bekk, 15.ára.
Hvað finnst þér best við það að vera í skólanum? Krakkarnir.
Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Fara í menntaskóla.
Ertu að æfa eitthvað? Já, körfubolta og fótbolta.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Fara á æfingar og vera með vinum.
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Læra lengi.
Hvað myndir þú kaupa þér fyrir þúsund kall? Mat.
Án hvaða hlutar getur þú ekki verið? Símans.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Veit það ekki.
Uppáhalds matur: Pítsa.
Uppáhalds tónlistarmaður: Enginn sérstakur.
Uppáhalds app: Snapchat eða Instagram.
Uppáhalds hlutur: Síminn minn.
Uppáhalds þáttur: Hawaii Five O.