Skemmtilega skreyttur Akurskóli
Þemadögum í Akurskóla lauk síðastliðinn föstudag og að þessu sinni var skólinn skreyttur og settur í jólabúning. Hugmyndaauðgi nemenda fékk greinilega að njóta sín og mikið lagt í hvert listaverkið á fætur öðru; margar vinnustundir og einbeiting að baki. Á meðfylgjandi myndum má sjá glæsilegan afraksturinn.
Þegar blaðamann bar að garði ómaði jólasöngur frá sal skólans. Um var að ræða nemendur í 7. bekk að æfa sig og þeir gáfu sér örlítið hlé til þess að stilla sér upp.
VF/Olga Björt