Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skemmtileg sögusýning í DUUS-húsum
Föstudagur 11. júní 2004 kl. 18:34

Skemmtileg sögusýning í DUUS-húsum

25 ára afmælissýning Byggðasafns Reykjanesbæjar opnaði formlega í Duushúsum í dag, á 10 ára afmælisdegi Reykjanesbæjar. Sýningin ber heitið "Milli tveggja heima - Á fortíðin erindi við framtíðina" og mun standa í eitt ár.
Á sýningunni verða munir, ljósmyndir og hreyfimyndir og eru sýningagestir hvattir til að láta í ljós skoðun sína á því hvað ber að varðveita. Meðfylgjandi myndir voru teknar á sýningunni í dag, annars vegar yfir sýningarsvæðið og hins vegar af bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Árna Sigfússyni, þegar hann steig upp í gamlan predikunarstól úr Keflavíkurkirkju og hélt stólræðu mikla.

Ljósm.: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024