Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skemmtileg slökkviliðsminjasýning opin í dag
Sunnudagur 14. apríl 2013 kl. 14:36

Skemmtileg slökkviliðsminjasýning opin í dag

Slökkviliðsminjasafn var opnað á hundrað ára afmæli Brunavarna Suðurnesja í húsnæði Byggðasafns Reykjanesbæjar, gamla Rammahúsinu, í gær. Margt góðra gesta var í sérstöku afmælishófi þar sem þessum tímamótum var fagnað.

Starfi Brunavarna Suðurnesja eru gerð góð skil á sýningunni í sérstakri „tímalínu“ þar sem sjá má fréttir og umfjallanir um störf BS í blöðum, aðallega Víkurfréttum, í gegnum tíðina.

Slökkviliðsminjasýningin er opin í dag, sunnudag til kl. 17. Þar má t.d. sjá fyrsta slökkvibílinn í Keflavík, glæsilega uppgerðan frá grunni og lítur nú út eins og nýr. Einnig er margt skemmtilegra muna og hluta úr sögu slökkviliða á hér á landi.

Nánari umfjöllun um þessi tímamót síðar hér á vf.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024