Skemmtileg sjómannadagshelgi að renna sitt skeið
Skipulagðri dagskrá Sjóarans Síkáta er nú að ljúka eftir skemmtilega helgi þar sem fjölmargt var að sjá, heyra og upplifa þó veðurguðirnir hafi ekki verið hátíðarhöldurum sérstaklega hagstæðir.
Nokkur fjöldi kom saman við Saltfisksetrið í dag þar sem gamlir sjómenn voru heiðraðir, Guðmundur Ólafsson, leikari, flutti ræðu dagsins og kirkjukór Grindavíkur söng sjómannalög.
Niðri við bryggju var svo keppt í hefðbundnum sjómannadagsgreinum eins og koddaslag og flekahlaupi þó aðstæður hafi ekki verið eins og best á varð kosið.
Þétt dagskrá var allt frá föstudegi og er nú, eins og fyrr sagði, að líða sitt skeið. Þó eru nokkrar listsýningar enn opnar og mörg veitingahús eru enn með hátíðarmatseðilinn í gangi.
Frekari upplýsingar eru í dagskrá - smellið hér
VF-mynd/Þorgils