Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 12. júní 2002 kl. 11:49

Skátar vinna merkilegt starf

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur veitt skátafélaginu Heiðabúum einkaleyfi á sölu bílmerkja (límmiða) með Súlunni, merki bæjarins. Ágóða af sölunni hefur skátafélagið m.a. notað til að styðja unga skáta til að fara á alheimsmót skáta sem haldin eru á fjögurra ára fresti einhverstaðar í heiminum. Síðast var alheimsmót skáta um áramótin 1998-1999 í Chile.Nú líður senn að næsta móti sem haldið verður í Thailandi um næstu áramót og áhugasamur hópur frá Heiðabúum er þegar farinn að safna til að komast í þessa ferð.
Yfirskrift alþjóðamótsins er “Share Our World – Share Our Culture” eða deilum saman heiminum og menningu okkar. Á þessum alþjóðamótum gefst gullið tækifæri fyrir unga skáta frá fjölmörgum löndum að hittast og kynnast betur lífi og starfi ungs fólks af mismunandi litarhætti, trúarbrögðum og menningu.
Allir vita að undirrót fordóma er vanþekking og hræðsla við hið óþekkta. Skátar hafa alltaf haft þekkingarleit og umburðarlyndi að leiðarljósi að leiðarljósi og um leið stuðlað að og tekið þátt í hinu eiginlega forvarnarstarfi í hverju landi.
Næstu daga ætla skátar að bjóða bílamerkin til sölu í Reykjanesbæ með því að ganga í hús og á þjóðhátíðardaginn 17. júní verða skátar með sérstakt sölutjald í skrúðgarðinum..
Vonandi sjá bæjarbúar sér hag í því að kaupa eitt sett á bílinn og styðja um leið við bakið á þeim unglingum sem vilja auðga sig sem manneskjur og vera jafnframt í fararbroddi í forvörnum. Merkjasettið, sem inniheldur tvö merki, kostar kr. 400,- Merkin eru einnig til sölu hjá stjórn Heiðabúa og upplýsingar veitir Eydís Eyjólfsdóttir í síma 421 1558.
Límið Súluna á alla bíla í Reykjanesbæ.


Ylfingar gáfu góða gjöf til Jamboree-fara

Ylfingar í skátafélaginu Heiðabúum gáfu Jamboree-förum góða gjöf í fyrrakvöld vegna fararinnar til Thailands. Ylfingarnir afhentu tæplega 50.000 kr. Sem þeir höfðu safnað með því að bera út fundargerðir fyrir bæjarstjórn Reykjanesbæjar.



Myndin:
Jamboree-farar afhenda Árna Sigfússyni, nýráðnum bæjarstjóra, límmiða með merki Reykjanesbæjar, Súlunni, til að setja á bílinn sinn. Nöfn frá vinstri: Kristinn Guðmundsson, Sveinn Þórhallsson, Árni Rúnarsson, Árni Sigfússon, Íris Jónatansdóttir, Helgi Reynisson og Karl Njálsson. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024