Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Skatan soðin úti við á Iðavöllum
Föstudagur 1. janúar 2021 kl. 13:06

Skatan soðin úti við á Iðavöllum

Það var ekki eins mikið um skötuilm eða -fnyk, eftir því hvað fólki finnst, á Þorláksmessu að þessu sinni. Þeir félagar Sólbjartur Óli Utley í Réttsprautun og Vernharður Bergsson hjá Rúðunni vildu ekki missa af Þorláksmessuskötunni og tóku fram græjur til að sjóða hana og tindabykkju að auki utan dyra á Iðavöllunum í Keflavík þar sem fyrirtækin eru.

Ilmurinn lá í loftinu þegar ljósmyndari Víkur-frétta stoppaði hjá þeim félögum og smellti mynd af þeim brosandi fullum tilhlökkunar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024