Skátafélagið Heiðabúar hefur starfið að nýju í Reykjanesbæ og Garði
Skátastarfið hefst í Reykjanesbæ og Garði í þessari viku. Skráning fer fram í upphafi fyrsta fundar í hverjum flokki, og þá þarf einnig að ganga frá greiðslu árgjalds. Hvatagreiðslur gilda í skátastarfinu í Reykjanesbæ, sjá www.rnb.is
Fundartímar eru eftirfarandi:
Reykjanesbær – Skátaheimilið Hringbraut 101
Drekaskátar; strákar og stelpur 3. og 4. bekkur, fimmtudagar 15.00 til 16:30, hefst fimmtudag 10. sept.
Fálkaskátar; strákar og stelpur 5. til 7. bekkur, þriðjudaga kl. 17:30 til 19:00, hefst þriðjudag 8. sept.
Dróttskátar; strákar og stelpur 8. til 10. bekkur, mánudaga og fimmtudaga til skiptis kl. 19:30 til 21:00, hefst mánudag 7. sept.
Rekkaskátar; strákar og stelpur 16 ára og eldri, þriðjudaga kl. 19:30 til 21:00, hefst þriðjudag 8. sept.
Garður - Safnaðarheimilið
Dreka-, fálka-, og dróttskátar, strákar og stelpur, miðvikudaga kl. 17:00 til 18:30, hefst miðvikudag 9. sept.
Skátafélagið Heiðabúar