Skáru út mótorhjól í fullri stærð
Handverkshópurinn Einstakir, sem hefur bækistöðvar í Grindavík, er þessa dagana að ljúka við tréútskurð á mótorhjóli í fullri stærð. Í hópnum er greinilega stórhuga menn þvi á síðasta ári smíðuðu þeir feiknastóra eftirlíkingu Telecaster rafmagnsgítar sem fékk það hlutverk að prýða Poppminjasafnið í Reykjanesbæ.
Mótorhjólið verður til sýnis á Handverkshátíðinni í Hrafnagili nú í ágúst og væntanlega munu gestir Ljósahátíðar í Reykjanesbæ einnig fá að berja það augum.
Mótorhjólið verður til sýnis á Handverkshátíðinni í Hrafnagili nú í ágúst og væntanlega munu gestir Ljósahátíðar í Reykjanesbæ einnig fá að berja það augum.