Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Skapandi kvöld með heklhönnuði
  • Skapandi kvöld með heklhönnuði
Miðvikudagur 29. apríl 2015 kl. 14:36

Skapandi kvöld með heklhönnuði

-í Bókasafni Reykjanesbæjar

Elín Kristín Guðrúnardóttir heklhönnuður og textílnemi verður gestur á Skapandi kvöldi í Bókasafni Reykjanesbæjar í kvöld kl. 20:00. Auk þess að kynna hönnun sína og líta yfir farinn veg ætlar Elín að sýna gestum vefi og samfélagsmiðla sem birta fróðleik, myndir og uppskriftir af heklhönnun.

Elín Kristín er meðlimur í Heklfélaginu sem sendi frá sér heklbók fyrir síðustu jól. Þar á Elín tvær uppskriftir og mun gefa viðstöddum uppskrift af einni hönnun í bókinni. Heklfélagið heldur einnig úti síðu á samfélagsmiðlinum Facebook, sem og Handóðir heklarar sem er opinn fyrir alla heklara. Vefur Elínar heitir Handverkskúnst (handverkskunst.is) og þar má finna heilmikið af efni um hekl.
Þetta er annað Skapandi kvöldið sem Bókasafnið heldur á þessu ári og í framhaldi mun áhugasamur hópur hittast á safninu milli 16:00 og 18:00 síðasta miðvikudag í mánuði með hannyrðir sínar.

Allir eru velkomnir á Skapandi kvöld. Enginn aðgangseyrir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024