Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 6. maí 2002 kl. 16:00

Skákmót með forgjöf hjá Framsókn

Stórmeistarinn Þröstur Ólafsson skorar á alla Suðurnesjamenn í skák í Framsóknarhúsinu í Reykjanesbæ að Hafnargötu 62. Sunnudaginn 12. maí frá kl. 14.00-17.00 mun Framsóknarflokkurinn í Reykjanesbæ standa fyrir skákmóti með forgjöf fyrir alla bæjarbúa sem hafa áhuga á að reyna sig á móti stórmeistara í skák.
Teflt verður á fimm borðum en eftirtaldir skákmenn munu taka þátt:

Þröstur Ólafsson “Stórmeistari”

Róbert Harðarson “2500 elo stig”

Jóhann Örn Ingvason “2000 elo stig”

Guðmundur Sigurjónsson “2000 elo stig”  

Gestur frá Skákfélagi Reykjanesbæjar. “1000-2000 elo stig”

Fyrirkomulagið er þannig að allir gestir fá fimm mínútur til umhugsunar en “sérfræðingarnir” fá eina mínútu til umhugsunar.

Allir velkomnir, láttu sjá þig í Framsóknarhúsinu á sunnudaginn kl. 14.00

Munið kaffihlaðborð alla sunnudaga kl. 15:00-17:00 í Framsóknarhúsinu.

Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024