Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Skákdagurinn haldinn hátíðlegur
Skák er sögð bæta einbeitingu, sjónminni og óhlutbundna hugsun.
Mánudagur 25. janúar 2016 kl. 11:15

Skákdagurinn haldinn hátíðlegur

Skákdagurinn verður haldinn hátíðlegur í Bókasafni Reykjanesbæjar á morgun, þriðjudaginn 26. janúar klukkan 16.00.
 
Stefán Bergsson kemur frá Skákakademíunni og kynnir skák stuttlega, leiðbeinir gestum safnsins í leik og teflir jafnvel við áhugasama.
 
Starfsfólk safnsins hvetur áhugasama á öllum aldri til að kíkja við og kynna sér þessa stórskemmtilegu heilaíþrótt. 
 
Á vef Menntamálaráðuneytis er að finna skýrslu um skák í skólum og þar kemur meðal annars fram að skák geti bætt námsárangur barna. Skák er sögð efla einbeitingu, sjónminni og óhlutbundna hugsun svo eitthvað sé nefnt.
 
Ungur skákmaður á Bókasafni Reykjanesbæjar. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024