Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skák kennd í Grunnskóla Grindavíkur
Frá árlegu skákmóti barna.
Mánudagur 27. október 2014 kl. 13:56

Skák kennd í Grunnskóla Grindavíkur

- hluti af stærðfræðikennslu.

Frá hausti 2013 hefur skákkennsla verið hluti stærðfræðikennslunnar í 4. og 6. bekk. Einum stærðfræðitíma á viku er ráðstafað í skák og annast Siguringi Sigur jónsson skákkennari kennsluna. Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Járngerðar, fréttabréfs Grindavíkurbæjar, sem kom út á dögunum.

Umsjónarkennarar eru með Siguringa í kennslustundunum og þegar han hefur lokið skákkennslunni á miðstigi fer hann upp í Hópsskóla og heldur úti opnum tíma fyrir nemendur 1. – 3. bekkja. „Mjög góð aðsókn hefur verið í opnu tímana. Fyrirtæki í Grindavík gera okkur kleift að halda úti þessari kennslu með styrkjum sem greiða ferðalög Siguringa. Hann hefur útbúið mikið af kennsluefni í skák og heldur jafnframt úti krakkaskak.is en markmið með vefnum er „að veita öllum börnum hvar sem þau eru stödd á landinu eins góða skákmenntun og völ er á“, segir Halldóra K. Magnúsdóttir, skólastjóri í samtali við Járngerði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hún bætir við að skákkennslan efli rökhugsun og þjálfi nemendur í einbeitingu. „Nemendur læra að fara eftir leikreglum og takast á við sigra og ósigra. Rannsóknir í fjölmörgum löndum hafa sýnt að skákiðkun bætir almenna námskunnáttu nemenda sem og að þeir standa skrefi framar en jafnaldrar þeirra í vitsmunaþroska og félagsþroska“ segir Halldóra.