Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sjósunds-skvísur við Garðskaga
Sjávargyðjur í sjó-stuði. VF-mynd/MartaEiríksdóttir.
Mánudagur 12. ágúst 2019 kl. 10:14

Sjósunds-skvísur við Garðskaga

„Mér finnst frábært að fleiri séu að fara í sjóinn því þetta er ekki bara gott fyrir líkamann heldur einnig andlega. Ég fer svona einu sinni til tvisvar í viku, maður þarf í raun ekkert að fara oftar. Mér finnst þetta hlaða mig orku, hreinsa hugann, allt áreiti burt og svo sef ég betur.
Þegar við förum í sjóinn þá tekur líkaminn inn í gegnum húðina ýmiskonar mikilvæg sölt og sennilega finnast öll þau frumefni sem til eru, einmitt í sjávarvatninu,“ segir Guðríður Svanhvít Brynjarsdóttir, alltaf kölluð Gauja en hún er íþróttakennari í Gerðaskóla Suðurnesjabæ. 

Víkurfréttir kíktu með nokkrum kellum í sjóinn á Garðskaga og við segjum nánar frá því í blaði vikunnar sem kemur út á miðvikudag. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024