Sjónvarp Víkurfrétta í sjónvarpi Instagram
	Sjónvarp Víkurfrétta mun taka þátt í IGTV eða sjónvarpi Instagram. Innslög úr Suðurnesjamagasíni okkar verða birt samhliða á vef Víkurfrétta, vf.is, á fésbók Víkurfrétta, Youtube-rás Víkurfrétta og á Instagram.
	Instagram hefur nýlega leyft allt að tíu mínútna löng myndskeið í nýjum sjónvarpsspilara á svæði sem kallast IGTV. Flest innslög okkar úr Suðurnesjamagasíni rúmast innan þess ramma.
	 
	Sjónvarp Instagram gerir ráð fyrir „standandi“ myndskeiðum á meðan hefðbundið sjónvarp gerir ráð fyrir „liggjandi“ myndefni. Formið á okkar útgáfu af IGTV verður að fá að þróast, þ.e. hvort myndað verður sérstaklega fyrir IGTV þar sem snúa þarf myndavélum á hlið.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				