Sjómannavalsar, saltfiskur og fornleifar
Mikill fjöldi gesta sótti söfn á Suðurnesjum heim á liðinni safnahelgi þar sem boðið var upp á fjölbreytta menningardagskrá.
Safnahelgin er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum en markmið hennar er að kynna fjölbreytta safnaflóru suður með sjó og iðandi menningu. Helgin var nú haldin í annað sinn og var frítt inn á öll söfn. Gestafjöldi tvöfaldaðist á milli ára og ljóst að áhugi á söfnum á Suðurnesjum er mikill.
Gestir sóttu tónleika, nutu leiðsagnar, hlýddu á fyrirlestra og gæddu sér á humarsúpu og góðum salfiskréttum svo eitthvað sé nefnt. Sjómannavalsar í Duushúsum vöktu lukku sem og skessan í hellinum, sýningin Heimskautin heilla og Sköpun alheimsins svo fátt eitt sé nefnt.
Efri myndin: Ungur drengur kynnir sér smíði víkingaskipa í Víkingaheimum.
Áhugasöm ungmenni gera sig klár í ljósmyndamaraþon á Bókasafni Reykjanesbæjar. Þátttakendur fengu 3 verkefni sem voru "Hafið", "Bærinn minn" og "Lestur er lífstíll".