Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sjómannadagurinn í Sandgerði: Dagskrá að hefjast
Laugardagur 2. júní 2007 kl. 14:14

Sjómannadagurinn í Sandgerði: Dagskrá að hefjast

Sjómannadagsdagskráin hefst í Sandgerði í dag kl. 14.30 þegar farið verður í skemmtisiglingu með hvalaskoðunarbátnum Moby Dick.

Einnig mun þyrla landhelgisgæslunnar sýna björgun úr sjó utan hafnarinnar og í kvöld verður dansleikur á Mamma Mía á vegum knattspyrnudeildar Reynis.

Á morgun hefst dagskráin með sjómannamessu í Hvalsnesskirkju þar sem Sr. Björn Sveinn Björnsson þjónar, en kl. 14.00 hefst hátíðardagskrá við hafnarhúsið.

Eftir ávarp ræðumanns, sem nú er Róbert Marshall, verða sjómenn heiðraðir, og hefðbundin skemmtiatriði eins og koddaslagur og reiptog taka við.

 

VF-mynd úr safni. Frá Sjómannadeginum í Grindavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024