Sjómannadagurinn í Reykjanesbæ 2022
Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur með dagskrá í Duus Safnahúsum. Dagskráin er unnin í samstarfi nokkurra aðila og hefst með sjómannamessu, sem haldin er til skiptis á vegum Keflavíkurkirkju og Njarðvíkurkirkju, og í ár er hún haldin á vegum Njarðvíkurkirkju. Í lok dagskrár er lagður krans við minnismerki sjómanna við Hafnargötu fyrir tilstilli Vísis, félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, Vélstjórafélags Suðurnesja og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis.