Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í Duus og við minnismerki sjómanna
Föstudagur 31. maí 2024 kl. 06:04

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í Duus og við minnismerki sjómanna

Sjómannamessa verður haldin á vegum Njarðvíkursóknar á sjómannadaginn 2. júní kl. 11:00 í Bíósal Duus safnahúsa. Félagar úr kór Njarðvíkurkirkju leiða söng við undirspil og stjórn Rafns Hlíðkvists Björgvinssonar organista. Séra Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir þjónar.

Við lok stundar verður gengið að minnismerki sjómanna á Bakkalág við Hafnargötu og þar lagður blómakrans frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis og Vísi, félagi skipstjórnarmanna á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kaffi og nýsteiktar kleinur í boði Duus safnahúsa og Njarðvíkursóknar og að athöfn lokinni gefst gestum kostur á að skoða bátalíkön Gríms Karlssonar í Bryggjuhúsi.

Allir sjómenn og fjölskyldur þeirra eru boðin sérstaklega velkomin við messuna.