Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur á Bátasafni Gríms
Í tilefni sjómannadagsins verður opið hús í Bátasafni Gríms Karlssonar í Duushúsum bæði í dag og á morgun, sunnudag. Auk tæplega 90 bátalíkana og mynda og muna sem tengjast sjávarútvegssögu Íslendinga verða sýndar kvikmyndir í Bíósalnum sem varpa ljósi á líf íslenskra sjómanna. Opið frá kl. 13.00-17.30, aðgangur er ókeypis og allir boðnir velkomnir. Heitt kaffi á könnunni.
VF-mynd/Þorgils: Úr bátasafninu í dag
VF-mynd/Þorgils: Úr bátasafninu í dag