Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sjólist opnar að nýju
Miðvikudagur 20. apríl 2005 kl. 13:36

Sjólist opnar að nýju

Handverkshúsið og galleríið Sjólist í Grindavík opnaði á nýjum stað á fimmtudaginn var. Fjöldi gesta var viðstaddur til að samgleðjast eigendunum Lindu Oddsdóttur og Sigmari Eðvarðssyni.

Sjólist var áður til húsa að Víkurbraut 1 en hefur nú flutt í ný húsakynni Hópsness ehf. á 2 hæð að Verbraut 3.  Linda sagði í samtali við blaðið að stefnt væri að því að  hafa handverkshúsið opið 2-3 daga í viku og getur listafólk þá komið og unnið í leir eða málað.  “Við höfum hér mjög góða aðstöðu til að vinna með leir og salurinn er bjartur og rúmgóður.  Miðað við viðtökur fólks lofar þetta góðu.  Galleríið verður opið daglega hjá okkur til kl. 17 00 og hægt er að finna allar upplýsingar á heimasíðunni okkar, www.sjolist.is.”sagði Linda glöð í bragði.

Í máli Eðvards Júlíussonar eiganda Hópsness ehf. kom fram að í fyrstu hafi einungis staðið til að lagfæra leka á þaki húsnæðisins en það hafi undið upp á sig og raunin orðið önnur.  Komin væri fyrsta flokks sýningarsalur og aðstaða sem býður upp á mikla möguleika og gott útsýni væri til sjávar og sveita.  Það er ekki ónýtt þegar menn laga þakleka með þessum hætti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024