Sjóarinn síkáti: Þétt dagskrá í dag
Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík heldur áfram í dag. Dagskráin er fjölbreytt og glæsileg, frá morgni til kvölds. Meðal annars má nefna Íslandsmót í flökun og netaviðgerð, fjölbreytta barna- og skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna, keppnin Sterkasti maður á Íslandi og margt fleira. Sjá nánar hér fyrir neðan.
Hátíðin hófst í gær með skrúðgöngu og bryggjuballi.
Laugardagur 4. júní:
Kl. 08:00 - 22:00 Söguratleikur Grindavíkur 2011. Þema: Náttúran og þjóðtrúin. Ratleikurinn er auðveldur og fróðlegur útivistarleikur, sem stendur frá upphafi Sjóarans síkáta fram að Jónsmessu. Leitað er að spjöldum á stöðum sem merktir eru á ratleikskortið eða vísað á þá.
08:00 Golfklúbbur Grindavíkur: Golfmótið „Sjóarinn síkáti open" á Húsatóftarvelli. Verðlaun verða frosnar fiskafurðir frá Þorbirni hf. eins og ávallt hefur verið svona í tilefni sjómannadagsins ásamt öðrum verðlaunum. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 4 sætin. Einnig verða námundarverðlaun á öllum par 3 holunum. Leikið er með Texas Scramble fyrirkomulagi Hámarksforgjöf kk er 24 og kvk 28. Þátttökugjald er 3.500 kr
09:00 - 14:00 Sundmót Sjóarans síkáta.Sunddeild UMFG sér um mótið en vel á annað hundruð keppendur mæta til leiks í Sundlaug Grindavíkur. Glæsileg verðlaun. Sundlaugin verður opin almenningi frá kl. 10:00 - 20:00
10:00 Knattspyrnumót á æfingasvæði Grindavíkur í 6. flokki drengja.Keppt er í A, B, C og D liðum og er von á 200 þátttakendum, fyrir utan foreldra og forráðamenn.
10:00 Innanfélagsmót hestmannafélagsins Brimfaxa. Fer fram á hringvelli félagsins við hesthúsahverfið.
10:00 - 18:00 Risastórt fiskabúr með bleikju
12:00-20:00 Gokart-bílar við Fiskmarkaðinn. Aðgangseyrir.
12:00 - 18:00 Sprell-leiktæki á hafnarsvæðinu.
13:00 - 18:00 Kaffihús og flóamarkaður í Framsóknarhúsinu, Víkurbraut
27. Prjónavörur, sultur, bjórhanskar og heimabakkelsi. Umsjón:Spaða Níur.
13:00 - 18:00 Slysavarnardeildin Þórkatla verður með candy-flos og annað góðgæti til sölu í húsakynnum Vísis (sjá kort í opnunni).
13:00 - 17:00 Handverksmarkaður. Staðsettur við Kvikuna.
12:20 - 16:00 Bylgjulestin í Grindavík. Hermann Gunnarsson verður í Grindavík með Bylgjulestina í beinni útsendingu frá Kvikunni.
13:00 - 17:00 Sýning á Hobby og Burstner hjólhýsum frá Víkurverk.
Staðsett á Hafnargötu.
13:00 - 18:00 „Paintball" og „Lazertag" á Landsbankatúninu Aðgangseyrir.
13:00 - 17:00 Hundasýning á túninu fyrir ofan Hárhornið.
13:00 Skemmtisigling fyrir alla fjölskylduna í boði Þorbjarnar.
Farið um borð frá Ísfélagi Grindavíkur við Miðgarð. Björgunarþyrla á
vegum Landhelgisgæslunnar á svæðinu.
14:00 - 17:00 Hoppukastali frá Landsbankanum verður staðsettur
við Kvikuna. Sproti verður á svæðinu milli kl. 15:00 og 16:00.
14:00 - 17:00 Viltu prófa reykköfun, björgunarstól og fleiri björgunartæki? Á svæðinu fyrir ofan slökkvistöðina mun slökkvilið Grindavíkur bjóða gestum að prófa reykköfun og Björgunarsveitin Þorbjörn gefur gestum tækifæri á því að skoða og prófa björgunarstól og fleiri björgunartæki. Slökkvilið Grindavíkur mun klippa sundur bíl ca. kl. 16:00.
13:30 - 17:00 Skemmtidagskrá á sviði
o Sterkasti maður á Íslandi - Mylluganga (13:30)
o Friðrik Dór (14:00)
o Sterkasti maður á Íslandi - Réttstöðulyfta
(14:20)
o Skoppa og Skrítla skemmta (14:50)
o Sterkasti maður á Íslandi - Sirkuslyfta (15:15)
o Einar Mikael töframaður (15:45)
o Sterkasti maður á Íslandi - Trukkadráttur (16:15)
o Sirkus Sóley. (16:40) Sirkus Sóley er spennandi sirkussýning þar sem fjör og dirfska ráða för í
jafnvægislistum, gripli, húllahringjum, loftfimleikum og auðvitað sprella trúðarnir.
Seinni hluti keppninnar Sterkasti maður á Íslandi fer fram á sunnudegi.
14:00 Hópkeyrsla bifhjóla frá Bláa Lóninu, ekið inn í bæinn niður Víkurbraut, Ægisgötu
og inn Hafnargötu í gegnum hátíðarsvæðið og stöðvað fyrir utan N1. Hjólum raðað upp
og til sýnis. Grindjánar bifhjólaklúbbur ásamt öðrum klúbbum.
14:00 - 15:00 Andlitsmálun barna í Kvikunni.
14:30 - Kappróður í höfninni. Land- og sjósveitir karla og kvenna. Lið frá hverju hverfi taka þátt.
14:30 Harmonikku - tónleikar í Víðihlíð. Suðurnesjamenn skemmta eldri borgurum.
15:30 Íslandsmeistarakeppni í netaviðgerðum. Umsjón: Fisktækniskóli Íslands og Veiðafæraþjónustan í Grindavík. Keppnin fer fram á Kvíabryggju (smábátahöfninni). Skráning og nánari upplýsingar;
Lárus Þór Pálmason, sími 899 8483 og netfang: [email protected]
15:30 Íslandmeistarakeppni í flökun. Umsjón: Fisktækniskóli Íslands. Keppnin fer fram í húsnæði Vísis. Skráning og nánari upplýsingar; Lárus Þór Pálmason, sími 899 8483 og netfang: [email protected]
16:00 - 17:00 Grindjánar bifhjólaklúbbur við Fiskmarkaðinn. Krakkakeyrsla. Börn fá að sitja aftan á bifhjólum og fara hring. Mömmur fá að fara rúnt á eftir.
16:00 - Brúðubíllinn skemmtir yngstu kynslóðinni á Hafnargötunni.
16:00 - Bakkalábandið með létta sjóarasöngvara við Vísi.
17:00 - Listflug Björns Thoroddsens yfir Grindavíkurhöfn.
17:00 - Kanturinn. KERLINGAHLAUP. Karlar bera konu sína á bakinu í gegnum þrautabraut. Vegleg verðlaun. Nánari upplýsingar og skráning á staðnum. Sjá nánar í dagskrá verslunar og þjónustu.
- Kvölddagskrá:
20:30 Bryggjan - Krónika, sagnakvöld í anda Bryggjumanna. Á meðal sagnamanna er Hinrik Bergsson.
21:00 Salthúsið: Blues-tónleikar. Fram koma Jón, Páll og Pollarnir og Vinir Dóra. Miðaverð: 1.500 kr.
22:00 Bryggjan - Presleyskemmtun með hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar.
00:00 Kanturinn: Hljómsveitin Sixties leikur fyrir dansi. Aðgangseyrir. 00:30 - 05:00 Salthúsið: Dansleikur með hinum einu sönnu Dalton bræðrum. Miðaverð: 2.500 kr.
00:00 - 04:00 Íþróttahúsið: Ball á vegum körfuknattleiksdeildar UMFG. Hljómsveitin Skítamórall sér um fjörið. Miðaverð: 2.500 kr. Aldurstakmark 18 ára. Foreldrum og/eða forráðamönnum verður ekki heimilt að koma með unglinga yngri en 18 ára inn á ballið.